Loftslag.is

Blog – Loftslag.is er í vinnslu – verið er að uppfæra vef

  • Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir

    Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir

    Á síðasta ári kom út ítarlegur leiðarvísir hér á loftslag.is. Hann var unninn í samvinnu við við hina stórgóðu heimasíðu Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

    Við ritstjórar á loftslag.is unnum að þýðingunni með dyggri aðstoð góðra manna, en Halldór Björnsson og Emil H Valgeirsson lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.

    Við birtum hér aftur fyrsta kafla hans og vísum í næstu kafla í kjölfarið (sjá tengla í lok færslunnar).

    Hvað er efahyggja?

    Með því að sérvelja af trénu er hægt að fá þá niðurstöðu að öll kirsuberin á því séu blá. En hvaða heildarmynd sýna gögnin okkur?

    Vísindalegur efi er heilbrigður. Vísindleg nálgun er grundvölluð á efa. Eitt einkenni heilbrigðrar efahyggju er að vega og meta sönnunargögnin í heild sinni áður en komist er að niðurstöðu. Annað er upp á teningnum þegar rök efasemdamanna um loftslagsbreytingar eru skoðuð. Oft á tíðum velja þeir úr þau gögn sem styðja fyrirfram gefna niðurstöðu, en líta framhjá þeim gögnum sem falla ekki að henni. Þetta telst ekki til efasemda, heldur nefnist það að hundsa vísindi og staðreyndir.

    Þessi leiðarvísir sýnir gögn sem benda til þess að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Einnig er skoðað hvernig mótbárur efasemdamanna um loftslagsbreytingar gefa villandi mynd með því að sýna einungis sérvalin brot af heildarmyndinni.

     

     

     

     

    Næstu kaflar

    Lesa má leiðarvísinn í heild hér:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, en þeir sem vilja skjótast í einstaka kafla hans og nálgast myndirnar á stafrænu formi er bent á eftirfarandi:

  • Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar

    Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar

    Ef skoðaðar eru nokkrar nýlegar rannsóknir þar sem notaðar eru ýmsar mismunandi aðferðir til að meta hversu stór hlutur hinnar hnattrænu hlýnunnar er af völdum náttúrulegra áhrifaþátta og hversu stór hluti er af mannavöldum, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Hér verður farið yfir niðurstöður þessarra rannsókna til að sjá hvað vísindamenn og gögn þeirra hafa að segja okkur um hvað það er sem er að valda hinni hnattrænu hlýnun.

    Allar þessar rannsóknir, sem beita mismunandi aðferðum og nálgunum, gefa góðar vísbendingar um að það séu menn sem eru að valda hinni hnattrænu hlýnun á síðustu öld og þá sérstaklega á síðustu 50 til 65 árum (mynd 1).

    Mynd 1: Heildar hlutur manna og náttúrunnar í hinni hnattrænu hlýnun sem orðið hefur síðastliðin 50-65 ár, samkævmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökkblátt), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár), og Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.

    Athugið að tölur í þessu yfirliti er besta mat úr hverri grein. Til einföldunar er skekkjumörkum sleppt, en tenglar eru í hverja grein fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar, neðst á síðunni.

    Hverjir eru helstu áhrifaþættir á hitastig jarðar?

    Flestar þær greinar sem fjalla um áhrifaþætti á hitastig jarðar, fjalla um gróðurhúsalofttegundir, sólvirkni, eldvirkni, örðulosun af mannavöldum og El Nino sveifluna enda eru þetta þeir þættir sem ráða hve mestu um hitastig á hverjum tíma.

    Eins og þekkt er, þá veldur losun manna á gróðurhúsalofttegundum (GHG) því að hiti jarðar eykst samfara auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu – hin auknu gróðurhúsaáhrif.

    Sólvirkni hitar eða kælir jörðina eftir því hvort inngeislun frá sólinni inn í lofthjúp jarðar eykst eða minnkar.

    Eldvirkni getur valdið skammtímakólnun á jörðinni með því að þeyta súlfat örðum (e. sulfate aerosols) út í andrúmsloftið, en mikið magn þeirra í efri lögum lofthjúpsins dregur úr inngeislun sólarljóss og minnkar magn þess sem nær yfirborði jarðar.  Þannig örður eru ekki langlífar og skolast úr andrúmsloftinu á 1-2 árum. Því hefur eldvirkni yfirleitt bara skammtímaáhrif á hitastig, nema það komi tímabil þar sem eldvirkni er annað hvort óvenjuulega mikil eða lítil.

    Örðulosun af mannavöldum -mest brennisteins díoxíð (SO2) – hefur einnig tilhneigingu til að kæla jörðina. Aðal munurinn á henni og eldvirkni er það menn eru stöðugt að losa mikið magn arða út í andrúmsloftið með því að brenna jarðefnaeldsneyti. Því er í raun um langtímaáhrif að ræða á hitastig – svo lengi sem menn halda áfram losuninni. Örður frá mönnum eru þó mismunandi og valda mismunandi áhrifum (draga úr sólarljósi, hjálpa til við skýjamyndun og valda gróðurhúsaáhrifum). Áhrif arða á loftslag er einn stærsti óvissuþátturinn í loftslagsfræðum.

    El Nino sveiflan (ENSO) er náttúruleg sveifla í yfirborðshita sjávar í Kyrrahafinu, sem sveiflast á milli El Nino og La Nina fasa. El Nino fasinn færir hita frá sjónum og upp í andrúmsloftið. La Nina virkar síðan á hinn vegin. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á hvort ENSO hefur langtímaáhrif á hnattrænan hita. Þar sem um er að ræða sveiflu, þá er talið að langtímaáhrif séu lítil og að La Nina fasinn verki á móti El Nino.

    Það eru aðrir áhrifaþættir, en gróðurhúsalofttegundir og SO2 eru stærstu mannlegu þættirnir. Sólvirkni, eldvirkni og ENSO eru stærstu náttúrulegu þættirnir sem virka á hnattrænan hita. Við skulum skoða hvað fræðimenn segja um hlutfallsleg áhrif hvers þáttar fyrir sig.

    Tett o.fl. (2000)

    Tett o.fl. (2000) notuðu aðferð þar sem mismunandi gögnum er hlaðin inn í loftslagslíkön og greint hvernig þau passa best við hin eiginlegu gögn (aðferðin heitir á ensku optimal detection methodology). Inn í líkanið fóru mælingar á gróðurhúsalofttegundum, örður vegna eldvirkni, sólvirkni, örður af mannavöldum og breytingar í ósóni (óson er einnig gróðurhúsalofttegund).

    Líkan þetta var borið saman við hnattrænan yfirborðshita frá 1897-1997. Í heildina þá náði líkanið að líkja nokkuð vel eftir hinni hnattrænnu hlýnun yfir allt tímabilið; hins vegar vanmat líkanið hlýnunina frá 1897-1947 og ofmat hlýnunina frá 1947-1997. Fyrir vikið þá er heildarsumma hlýnunar af manna- og náttúrunnar völdum meira en 100 %, fyrir síðustu 50 ár rannsóknarinnar (sjá dökkblátt á mynd 1), þar sem hlýnunin var í raun minni en líkanið sagði til um. Fyrir bæði 50 og 100 ára tímabilin, þá mátu Tett og félagar það þannig að náttúrulegir þættir hefðu haft smávægileg kælandi áhrif og þar með að mannlegir þættir hlýnunarinnar hefðu haft meira en 100 % áhrif á hlýnunina fyrir þau tímabil.

    Meehl o.fl. (2004)

    Meehl o.fl. 2004 notuðu svipaða nálgun og Tett o.fl. Þeir keyrðu loftslagslíkön með mismunandi gildum á þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á hnattrænana hita (gróðurhúsalofttegundir, sólvirkni, örður vegna eldvirkni, örður frá mönnum og ósón), sem var svo borið saman við hitagögn frá 1890-2000. Þeirra niðurstaða var að náttúrulegir þættir stjórnuðu að mestu hlýnuninni milli 1910-1940, en gætu ekki útskýrt þá hlýnun sem varð eftir miðja síðustu öld.

    Samkvæmt mati Meehl o.fl. þá var um 80 % af hinni hnattrænu hlýnun milli 1890 og 2000 af völdum manna. Síðustu 50 ár ransóknarinnar (1950-2000) þá hefðu náttúrulegir þættir einir og sér valdið heildar kólnun og því er niðurstaðan svipuð og hjá Tett o.fl. að meira en 100 % hlýnunarinnar var af mannavöldum. Síðastliðin 25 ár var hlýnununin nær eingöngu af mannavöldum samkvæmt þeirra mati.

    Stone o.fl. (2007)

    Stone o.fl.sendu frá sér tvær greinar árið 2007. Fyrri greinin greindi frá niðurstöðu 62 keyrsla á loftslagslíkönum fyrir tímabilið 1940-2080. Þessar hermanir byggðu á mælingum gróðurhúsalofttegunda, örðum eldgosa, örðum frá mönnum og sólvirkni frá 1940-2005. Að auki notuðu þeir spár um framtíðarlosun til að skoða mögulega framtíðar hlýnun jarðar. Með líkanakeyrslu á orkujafnvægi fékkst mat á viðbrögðum loftslagsins við breytingu hvers þáttar. Á þessu rúmlega 60 ára tímabili, þá mátu Stone o.fl. að nálægt 100 % af hlýnuninni væri af mannavöldum og að náttúrulegir þættir hefðu í heildina kælandi áhrif.

    Seinni rannsókn Stone o.fl. 2007 uppfærði niðurstöður sem komu úr fyrri rannsókninni með því að nota fleiri loftlsagslíkön og uppförð gögn – auk þess að skoða tímabilið 1901-2005. Fyrir allt það tímabil mátu Stone o.fl. að helmingur hlýnunarinnar væri náttúruleg og helmingur af mannavöldum. Gróðurhúsalofttegundir jukust nægilega mikið til að auka hitann um 100 % – en á móti kom að kælandi áhrif arða af mannavöldum minnkaði hlut manna um helming. Sólvirkni olli 37 % og eldvirkni 13 % af hlýnuninni fyrir þetta tímabil samkvæmt Stone o.fl.

    Lean og Rind (2008)

    Lean og Rind 2008 fetuðu aðrar slóðir, en þeir notuðu útfærslu á línulegri aðhvarfsgreiningu (e. multiple linear regression analysis) í sinni rannsókn. Lean og Rind notuðu mælingar á sólvirkni, eldvirkni og mannlegum þáttum, auk ENSO og notuðu tölfræðilega aðferð við að tengja það við hnattrænar hitamælingar. Með því að greina hvað er afgangs eftir að búið er að taka út mismunandi þætti, þá sést hvaða þættir eru áhrifamestir.

    Sú greining var gerð yfir mismunandi tímabil og yfir tímabilið 1889-2006 þá mátu höfundar að menn hefðu valdið um 80 % af mældri hlýnun þess tímabils, á meðan náttúrulegir þættir ullu um 12 %. Eins og áður þá er samtalan ekki nákvæmlega 100 % meðal annars vegna þess að ekki eru skoðaðir allir mögulegir og ómögulegir þættir sem geta haft áhrif á hnattrænan hita. Frá 1955-2005 og 1979-2005, þá mátu höfundar sem svo að menn hefðu valdið nálægt 100 % af mælanlegri hlýnun.

    Stott o.fl. (2010)

    Stott o.fl. notuðu aðra nálgun en Lean og Rind. Þeir notuðu línulega aðhvarfsgreiningu til að staðfesta niðurstöður úr fimm mismunandi loftslaglíkönum. Reiknaðir voru hallastuðlar (e. regression coefficients) fyrir gróðurhúsalofttegundir, aðra mannlega þætti (örður t.d.) og náttúrulega þætti (sólvirkni og eldvirkni) og mátu þeir hversu mikla hlýnun hver þáttur hefði valdið á síðustu öld. Meðaltal þessarra fimm líkana sýndu að mannlegir þættir ollu samtals um 86 % af mælanlegri hlýnun og þar af gróðurhúsalofttegundir um 138 %. Lítil hlýnun fannst vegna náttúrulegra þátta.

    Stott o.fl. staðfestu einnig niðurstöðuna með því að skoða hvað ýmsar rannsóknir hafa að segja um svæðisbundið loftslag. Þar kom í ljós að vart hefur verið við loftslagsbreytingar af mannavöldum í hitabreytingum staðbundið, úrkomubreytingum, rakastigi andrúmsloftsins, þurrkum, minnkandi hafís, hitabylgjum, sjávarhita og seltubreytingum, auk annarra svæðisbundna breytinga.

    Huber og Knutti (2011)

    Huber og Knutti 2011 notuðu áhugaverða nálgun í sinni rannókn, en þar notuðu þeir regluna um varðveislu orku fyrir heildar orkubúskap jarðar til að áætla hversu stóran þátt mismunandi þættir höfðu áhrif á hlýnunina milli árana 1850 og 1950 fram til ársins 2000. Huber og Knutti notuðu áætlaða aukningu í heildarhita jarðar frá árinu 1850 og reiknuðu út hversu mikið sú aukning var vegna áætlaðra breytinga í geislunarálagi. Þeirri aukningu skiptu þeir síðan milli þeirrar aukingar sem orðið hefur á hitainnihaldi sjávar og útgeislunar frá jörðu.  Meira en 85% af hnattrænum hita hefur farið í að hita úthöfin þannig að með því að taka þau gögn með þá varð rannsókn þeirra sérstaklega sterk.

    Huber og Knutti mátu það þannig að frá 1850 hafi 75 % hitaaukningarinnar verið af mannavöldum og að frá 1950 hafi hlýnunin af mannavöldum verið um 100 %.

    Foster og Rahmstorf (2011)

    Foster  Rahmstorf (2011) notuðu svipaða tölfræðilega nálgun og Lean og Rind (2008). Aðalmunurinn er að Foster og Rahmstorf skoðuðu fimm mismunandi hitagaögn, þar á meðal gervihnattagögn og greindu gögn frá árunum 1979-2010 (eða eins langt aftur og gervihnattagögn ná). Þeir skoðuðu þá þrjá helstu náttúrulega þætti sem hafa hvað mest áhrif á hnattrænt hitastig – sólvirkni, eldvirkni og ENSO. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hnattrænt hitastig eftir að þessir þættir hafa verið síjaðir í burtu – eru af mannavöldum.

    Með því að skoða hitastig frá Hadlay miðstöðinni (British Hadley Centre) og er mikið notað í svona rannsóknum, þá fundu Foster og Rahmstorf það út að hinir þrír náttúrulegu þættir sem notaðir eru í rannsókninni valda heildar kólnunaráhrif á tímabilinu 1979-2010. Afgangurinn er að mestu leiti hlýnun af mannavöldum og því rúmlega 100 % af hlýnuninni fyrir þetta tímabil.

    Einn lykilþátturinn í því að gera svona rannsókn sterka er að hér er ekki gerður greinarmunur á hinum mismunandi áhrifaþáttum frá sólu. Öll áhrif frá sólu (bein og óbein) sem sýna fylgni við virkni sólar (sólvirkni, geimgeislar, útfjólublátt ljós o.sv.frv.) koma fram í línulegri aðhvarfsgreiningunni. Bæði Lean og Rind annars vegar og Foster og Rahmstorf hins vegar drógu þá ályktun að virkni sólar hefði spilað litlla rullu í hinni hnattrænu hlýnun undanfarna áratugi.

    Gillett o.fl. (2012)

    Líkt og Stott o.fl. 2010, þá notuðu Gillett o.fl. línulega aðhvarfsgreiningu með loftslagslíkani – nánar tiltekið var notað líkan af annarri kynslóð frá Kanada (CanESM2). Notuð voru gögn fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og losun arða. Einnig voru skoðaðar breytingar á landnotkun, sólvirkni, ósoni og örðumyndun vegna eldvirkni. Mismunandi þættir voru settir saman undir flokkana ‘náttúrulegir’, ‘gróðurhúsalofttegundir’ og ‘annað’. Skoðaðir voru þessir þættir á þremur mismunandi tímabilum: 1851-2010, 1951-2000 og 1961-2010. Ef skoðuð eru meðaltöl seinni tímabilanna og reiknað með að þátturinn ‘annað’ sé örður af mannavöldum, þá kemur í ljós að hlýnun af mannavöldum er meiri en 100 % fyrir þau tímabil.

    Hlýnun af mannavöldum

    Fyrrnefndar rannsóknir eru ólíkar innbyrðis og nota mismunandi aðferðir og nálganir – samt eru þær mjög samhljóða. Niðurstaða allra rannsóknanna var sú að þegar skoðuð eru síðastliðin 100-150 ár, þá er hlýnunin af völdum manna að minnta kosti 50 % og flestar rannsóknirnar benda til þess að hlýnunin af mannavöldum fyrir þetta tímabil sé milli 75 og 90 % (mynd 2). Síðastliðin 25-65 ár, þá sýna fyrrnefndar rannsóknir enn fremur að hlýnunin af mannavöldum er að lágmarki 98 % og flestar benda til þess að menn hafi valdið töluvert yfir 100 % af þeirri hlýnun sem mælingar sýna – þar sem náttúrulegir þættir hafa haft kælandi áhrif á móti, undanfarna áratugi (myndir 3 og 4).

    Að auki, þá kom í ljós í öllum rannsóknunum og öllum tímabilum að stærstu áhrifaþættir hnattræns hita eru þeir sem eru af mannavöldum: (1) Gróðurhúsalofttegundir, og (2) örðulosun af mannavöldum. Það lítur í raun ekki vel út, því ef við hreinsum útblástur og minnkum örðulosun, þá munu kælandi áhrif þess minnka og afhjúpa hina undirliggjandi hlýnun sem er vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Athugið að rannsóknirnar skoðuðu ekki allar sömu áhrifaþættina – sem veldur því að það virðist vanta sumar súlur í súluritunum á myndum 2-4.

    Mynd 2: Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 100-150 ár, samkvæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Stott o.fl. 2010 (S10, grár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.


    Mynd 3: Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 50-65 ár samkæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.


    Mynd 4: Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 25-30 ár samkæmt Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár) og Foster og Rahmstorf 2011 (FR11, grænn). Smelltu á mynd til að stækka.

    Á milli áranna 1910 og 1940 var tímabil hlýnunnar, sem talið er að hafi að mestu verið vegna aukinnar sólvirkni og lítillar eldvirkni – auk lítilsháttar áhrifa frá mönnum. Frá miðri síðustu öld hefur sólvirknin hins vegar verið flöt og eldvirkni í meðaltali. ENSO hefur síðan engin heildaráhrif á hnattrænan hita til lengri tíma litið. Styrkur gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á þeim út í andrúmsloftið hefur aukist með auknum þunga og er orðinn helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita, líkt og myndir 3 og 4 sýna.

    Mismunandi aðferðir og nálganir sýna svipaða niðurstöðu: Menn eru helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita síðastliðna öld og sérstaklega síðastliðin 50 ár.

    Heimildir og ítaerefni

    Þetta er þýdd og uppfærð bloggfærsla af Skeptical Science, sem dana1981 skrifaði í byrjun árs 2012: A Comprehensive Review of the Causes of Global Warming

    Aðrar heimildir sem vísað er í:

    Tengt efni á loftslag.is

  • Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni

    Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni

    Í dag á loftslag.is afmæli og í tilefni þess er hér færsla sem verður gott að grípa til í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru ýmsar færslur á loftslag.is sem hafa öðlast þann sess í huga okkar í ritstjórn að vera þýðingarmiklar, m.a. vegna fjölda tilvísana okkar sjálfra í þær. Þess má geta að þetta er færsla númer 606 á loftslag.is, þá eru ótaldar fastar síður sem eru orðnar 82 á þessu augnabliki.

    Vera má að við gerum þessa færslu að fastri síðu, jafnvel með viðbótum síðar.

    Sagan og kenningin

    Koldíoxíð áhrif og mælingar:

    Áhrif CO2 uppgötvað
    Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
    Gróðurhúsaáhrifin mæld

    Svörun loftslags við aukningu gróðurhúsaloftegunda:

    Jafnvægissvörun loftslags
    Hver er jafnvægissvörun loftslags?

    Fyrri tímar og framtíð:

    Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
    Loftslag framtíðar

     

    Mælingar og vísar

    Þá má  ýmsar mælingar og hvernig þær styðja við kenningar um hækkandi hitastig vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum:

    Mælingar staðfesta kenninguna
    Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina

    Ýmsir þættir eru ágætir vísar varðandi hækkandi hitastig og þátt manna þar í:

    10 vísar hnattrænnar hlýnunar
    10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun

    Svörun loftslags við aukningu gróðurhúsaloftegunda:

    Jafnvægissvörun loftslags
    Hver er jafnvægissvörun loftslags?

     

    Álit og yfirlýsingar

    Um sameiginlegt álit vísindamanna og vísindalegan styrk kenningarinnar:

    Samhljóða álit vísindamanna styrkist
    Mýta – Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum

    Yfirlýsingar vísindamanna:

    Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna
    Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar
    Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana

     

    Afleiðingar

    Er það ekki bara tóm hamingja að fá “örlitla” hækkun hitastigs?

    Er hlýnun jarðar slæm?
    Er hnattræn hlýnun góð?

    Sérvaldar afleiðingar aukningar CO2 í andrúmsloftinu:

    Súrnun sjávar
    Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára

    Hækkandi sjávarstaða

    Sjávarstöðubreytingar
    Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

    Þakkarorð

    Að lokum viljum við þakka lesendum fyrir að hafa fylgst með okkur á fyrstu tveimur árunum. Vinna er enn í gangi við að bæta inn meira af föstu efni á fastar síður ásamt viðhaldi gagna á ýmsum síðum sem gerðar hafa verið, fyrir utan svo reglulegar fréttir og blogg úr heimi loftslagsvísindanna. Við hlökkum til að takast á við umræðuna í framtíðinni – á málefnalegum nótum.

  • Leiðakerfi síðunnar

    Leiðakerfi síðunnar

    Hér er hægt að nálgast almennar upplýsingar um uppsetningu síðunar og hvernig hægt er að fylgjast með efni hennar. Síðunni er skipt eftir ákveðnum flokkum sem eru: Fréttir; Blogg; Heiti reiturinn; Leiðakerfi; Vísindin á bak við fræðin og nokkur undiratriði sem verða kynnt nánar hér undir.

    Vísindin á bak við fræðin

    Vísindin á bak við fræðin er hornsteinn síðunnar og þeir tenglar eru staddir hér í hliðarstikunni til hægri. Þar sem lesa má ýmislegt varðandi fræðin, skipt eftir flokkum:

    Í flokknum “Kenningin” er hægt að skoða ýmislegt um sögu vísindanna, loftslag fortíðar og framtíðar ásamt grunnatriðum kenningarinnar. Undir “Afleiðingar”  er hægt að lesa um hugsanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. “Lausnir og mótvægisaðgerðir” eru eins og nafnið bendir til um það efni. Ýmsar “Spurningar og svör” fá sitt pláss og einnig “Helstu sönnunargögn” er nýleg undirsíða hjá okkur þar sem farið er yfir helstu sönnunargögn þess að loftslagsbreytingar séu raunverulegar. “Mýtur” er síða þar sem reynt er að fara yfir helstu mýtur sem heyrast í umræðunni. Við reynum að skoða sem mest af efninu út frá þeim vísindalegu gögnum sem eru fyrir hendi. Þessar síður eru uppfærðar með jöfnu millibili, sérstaklega hafa mýturnar fengið athygli af okkar hálfu að undanförnu og við stefnum að því að vinna í öðrum flokkum á næstunni. Margar mýturnar eru unnar í samvinnu við Skeptical Science.

    Efri stikan

    Undir “Fréttir” eru ýmsar fréttir um loftslagsmál, umræðuna og vísindin. “Blogg” er einfaldlega blogg ritstjórnar, en þar undir eru líka “Gestapistlar” og einnig geta verið aukaflokkar þar, þegar þetta er skrifað er “COP15” tengill þar. “Heiti reiturinn” inniheldur myndbönd, léttmeti, tengla og heit málefni. Með því að fara með músina yfir flokkana og halda henni yfir flokkana koma undirflokkarnir í ljós. Leiðakerfið er svo nýjasti flokkurinn, þar sem ýmsar upplýsingar um síðuna og leiðakerfi fyrir síðuna eru. Síðar munu koma inn tenglasíða, síður um bækur og skýrslur um loftslagsmál ásamt fleiri hugsanlegum viðbótum í framtíðinni.

    Athugasemdir og reglur

    Það er hægt að gera athugasemdir við allar færslur sem eru undir flokkunum í efri stikunni og nýjustu athugasemdirnar má sjá í hliðarstikunni. Við höfum ekki haft sérstakar niðurskrifaðar reglur fyrir athugasemdir, en við tökum okkur það bessaleyfi að fjarlægja ómálefnalegar athugasemdir og persónulegar árásir. Sem betur fer höfum við lítið þurft að beita því vopni hingað til, þó svo við höfum dæmi um það.

    Tög og Leit

    Þegar finna þarf efni á síðunni eru tvær aðferðir sem henta ágætlega. Fyrst má nefna Tögin, sem eru neðarlega í hægri stikunni og einnig eru Tög við hverja færslu sem tengjast efni færslunnar. Tögin eru einskonar stikkorð fyrir efnið, t.d. sem dæmi má nefna tög eins og CO2, Sjávarstöðubreytingar og Nýjar rannsóknir. Leitin sem er efst á síðunni er líka upplögð til að leita að ákveðnu efni á síðunni og virkar ágætlega.

    Fasbókin, Twitter og blogg

    Loftslag.is er bæði á Facebook og Twitter, þar sem hægt er að fylgjast með nýju efni og fleiru frá okkur á einfaldan hátt.

    Við höfum einnig notast við blogg til að koma loftslag.is á framfæri, m.a.:

    Við erum einnig sýnilegir á blogg.gattin.is, svo dæmi sé tekið.

  • Tvær gráður of mikið

    Tvær gráður of mikið

    Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130–116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.

    Við rannsóknina, þar sem skoðaðar voru setlagamyndanir frá síðasta hlýskeiði ísaldar, þá tókst höfundum að endurgera hnattrænan hitaferil á síðasta hlýskeiði ísaldar. Til að bera hann saman við aðstæður í dag, þá drógu þeir meðalhitastig frá 1961-1990 frá þeim ferli.

    Tveggja gráðu markið. Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar (mynd af ScienceDayly.com).

    Niðurstaðan sýnir að hitastigið virðist hafa verið meira en 5°C hærra á hærri breiddargráðum, á meðan hitastig hitabeltisins jókst lítillega – sem er mjög svipað og núverandi leitni hitastigs stefnir í. Að auki, þegar skoðað er hnattrænt hitastig hlýskeiðisins, þá var Jörðin um 1,9 °C heitari – samanborið við hitastig fyrir iðnbyltinguna. Þetta hitastig er talið hafa hækkað sjávarstöðu í um 6,6-9,4 m hærri sjávarstöðu en er í dag. Hraði þessarar hækkunar sjávarstöðu er samkvæmt þessari rannsókn talin hafa verið um tvöfalt hraðari en fyrri rannsóknir hafa bent til (Kopp o.fl. 2009).

    Ástæður þessarar hlýnunar er í grunninn vegna breytinga í sporbaug Jarðar og meiri sólgeislunar á norðurhveli Jarðar yfir sumartíman en er í dag. Sú staða virðist hafa valdið magnandi svörun sem keyrði hitastig Jarðar upp í fyrrnefnt ástand. Aukið hitastig virðist hafa breytt samspili hafstrauma í Indlandshafi og Atlantshafi, sem hafi aukið á kraft hita/seltu hringrásar sjávar og þar með magnað upp hlýnunina.

    Þetta háa hitastig sem sást á síðasta hlýskeiði ísaldar er sambærilegt við það sem talið er að geti orðið við lok þessarar aldar, við sviðsmynd sem gerir ráð fyrir minnkandi losun CO2 út öldina. Samkvæmt þessu þá er ljóst að taka verður tillit til þess í samningaviðræðum þjóða heims – en hingað til hefur talan 2°C hækkun hnattræns hita (frá því fyrir iðnbyltingu) oft verið nefnd sem ásættanlegt markmið og reynt hefur verið að semja um minnkandi losun CO2 til að fara ekki yfir það markmið.

    Heimildir og ítarefni

    Greinin birtist í Journal of Quaternary Science, Turney og Jones 2010 (ágrip): Does the Agulhas Current amplify global temperatures during super-interglacials?

    Kopp o.fl. 2009 (ágrip): Probabilistic assessment of sea level during the last interglacial stage

    Á heimasíðu celsias er pistill eftir annan höfunda Chris Turney: A Lesson From Past Global Warming

    Umfjöllun Science Daily um greinina: Climate Change Target ‘Not Safe’, Researchers Say

    Tengt efni á loftslag.is

  • Yfirlýsing ritstjórnar

    Ritstjórn loftslag.is reynir að vinna þau gögn sem hér birtast út frá því sem þykir mikilvægt til að miðla upplýsingum um loftslagsmál til lesenda. Almennt er þess gætt að vitna í loftslagsvísindin eða þá að efnið sé á einhvern hátt tengt hinni vísindalegu nálgun. Nálgunin getur þó einnig verið út frá annarri umræðu um loftslagsmál, eins og t.d. er tekið fyrir í mýtunum eða umræðu um þá afneitun á loftslagsvísindum sem stundum einkennir umræðuna.

    Pólistísk afstaða er ekki ofarlega í huga ritstjórnar og ekki er ætlunin að koma fram með pólitískar lausnir á loftslagsvandanum, þó svo við höfum innséð að umræðan er í sjálfu sér pólitískt viðkvæm. Það þýðir þó ekki að við höfum ekki okkar persónulegu skoðanir hver fyrir sig. Við tökum okkur það bessaleyfi að fjalla um ýmsar leiðir, án þess vonandi, að taka persónulega afstöðu til hverrar fyrir sig.

    Eftir persónuleg kynni af hinum mörgu hliðum loftslagsumræðunnar og nána skoðun á mörgum af þeim rökum sem nefnd eru til sögunnar í umræðunni, þá er það okkar mat að hin vísindalega nálgun sé sú lang besta sem völ er á. Við höfum persónulega skoðað fjöldan allan af hinum svokölluðu “efasemdarrökum” með gagnrýnum huga og okkar mat er, að þau standist yfirleitt ekki nánari skoðun og engin rök höfum við séð sem beinlínis fella vísindin hvorki í mikilvægum hlutum né í heild sinni. Vöntun á mælingum og gögnum sem styðja rök “efasemdarmanna” er í hróplegu ósamræmi við það pláss sem fjölmiðlar hafa stundum gefið þeim skoðunum. Hin vísindalega nálgun með þeim varfærnislegu staðhæfingum sem þar koma fram er sú nálgun sem við viljum koma á framfæri. Ef það kemur síðar í ljós að hin vísindalega nálgun hafi verið röng, þá munum við fagna því ákaft, þó við sjáum ekki á núverandi tímapunkti hvernig það ætti að koma til.

    Við teljum ekki að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu sannaðar, heldur lítum við til alls þess fjölda vísbendinga úr mörgum ólíkum áttum, í formi m.a. vísindalegra rannsókna sem til eru varðandi málið. Við höfum engar sérstakar “skoðanir” á því hvernig eða hvort allar þær rannsóknir sem við vitnum í séu alréttar, heldur séu einhver blæbrigði í því hvernig náttúran muni haga sér. En eins og vitað er, þá er ekki hægt að sanna vísindi, heldur byggjast þau á því að reyna að minnka óvissuna sem alltaf er til staðar. Þrátt fyrir einhverja óvissu um einstök atriði þá er það okkar mat að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu veruleiki sem við þurfum í sameiningu að finna lausn á. Okkar aðalmarkmið með síðunni er að upplýsa um rannsóknir og umræðu tengda loftslagsmálum til að sem flestir geti haft og tekið upplýsta afstöðu til málefnisins. Við teljum að það séu til lausnir, bæði þær sem vitað er um með núverandi þekkingu og þá sem kemur með framtíðar tækniframþróun, sem hugsanlega mun verða til þess að draga úr afleiðingum loftslagsbreytinga. Sú leið sem við teljum vera nærtækasta er að huga að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni og breyttum hugsanagangi.

    Við eigum börn og viljum geta sagt við þau síðar að við höfum allavega reynt okkar besta til að benda á hvað loftslagsvísindin hafa um loftslagsvandann að segja og reynt að benda á lausnir. Hvorugur okkar hefur akademískan bakgrunn sem tengist loftslagsfræðunum beint, heldur höfum við með áhugann að vopni reynt að skoða þessi mál með opnum huga. Von okkar er að við getum haft áhrif á umræðuna varðandi loftslagsmál á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. En það mun þó ekki koma í veg fyrir að við svörum ákveðið, með sterkum rökum og á málefnalegan hátt ef við teljum okkur við þurfa að svara fyrirspurnum og öðrum nálgunum við fræðin á þann hátt.

  • 20 heitustu árin í heiminum frá 1880

    20 heitustu árin í heiminum frá 1880

    Eftirfarandi texti er af einni af þeim síðum sem eru undir Spurningar og svör, sem finna má í  hliðarstikunni hér til hægri.

    Hver eru 20 heitustu árin í heiminum frá 1880?

    Það er athyglisvert að athuga hvaða ár eru heitust í heiminum frá 1880. Í þessum tölum frá NOAA, sem hér eru notaðar, eru  öll árin frá því eftir aldamót (2000) á topp 10, árin 1998 kemst einnig á topp 10. Af þeim árum sem eru á topp 20 listanum er 1983 það ár sem er lengst frá okkur í tíma. Sem sagt þá eru þrjú ár frá 9. áratugnum á listanum, átta ár frá 10. áratugnum. Og eftir 2000 eru öll árin á topp 10 eins og fram hefur komið.

    20 heitustu ár í heiminum frá 1880 eru eftirtalin, samkvæmt hitastigsmælingum yfir bæði sjó og landi, einingarnar eru frávik frá meðaltali hitastigs á tímabilinu 1901-2000:

    Sæti Ár Hitafrávik
    1. 2005 0,6154
    2. 1998 0,5971
    3. 2003 0,5818
    4. 2002 0,5745
    5. 2006 0,5601
    6. 2009 0,5555
    7. 2007 0,5472
    8. 2004 0,5416
    9. 2001 0,5173
    10. 2008 0,4803
    11. 1997 0,4782
    12. 1999 0,4199
    13. 1995 0,4073
    14. 2000 0,3886
    15. 1999 0,3861
    16. 1991 0,3360
    17. 1988 0,3006
    18. 1987 0,2968
    19. 1994 0,2934
    20. 1983 0,2817

    Samkvæmt þessum tölum er 2005 heitasta árið frá 1880, aðrar gagnaraðir sýna oft 1998 í fyrsta sæti og einnig getur verið smávægilegur munur á hitafrávikunum í öðrum gagnaröðum. En í heildina er niðurstaðan svipuð.

    Tengdar færslur á loftslag.is:

  • Tenglar

    Tenglar

    tenglar

    Hér eru slóðir á ýmsar heimasíður sem ritstjórninni þykja áhugaverðar. Gera má ráð fyrir að það komi fleiri tenglar inn hérna eftir því sem fram líða stundir.

    Bloggveitan – ýmsar blogg- og heimasíður sem skrifa um loftslagsmál:

    Fréttasíður um loftslagsmál:

    Stofnanir:

    • Veðurstofan (ís.) – þessa síðu þekkja allir
    • NSIDC.org (e.) – nýjustu upplýsingarnar um breytingar á hafísþekjunni
    • NASA.gov (e.) – nýjustu fréttirnar frá NASA – loftslagsmál og geimferðir ásamt fleiru
    • DMI (dk.) – danska veðurstofan um loftslagsmál
    • Climate.gov – upplýsingar um loftslagsmál frá NOAA
    • NOAA – stofnun í BNA sem m.a. fylgist með loftslagi

    Ýmsar íslenskar síður:

    • Stjörnuskoðun.is – hafsjór fróðleiks um stjörnufræði og tengd málefni
    • Náttúran.is – alhliða umhverfisvæn síða sem skrifar einnig um loftslagsmál
    • Vísindin.is – fréttasíða um vísindalegar uppgötvanir frá A-Ö
    • Orkusetur.is – heimasíða með upplýsingum um betri orkunýtingu
    • CO2.is – heimasíða með upplýsingum um loftslag og losun
    • Vefsíðulistinn – Hér er hægt að skrá vefsíður að kostnaðarlausu

    Ef áhugasömum lesendum dettur eitthvað fleira í hug, er um að gera að stinga upp á tenglum í athugasemdum 🙂

    [Síðast uppfært 3. september 2010]

  • 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun

    Fyrr í vikunni fjölluðum við um skýrslu NOAA um stöðu loftslags 2009, sem er góð samantekt á hinum fjölmörgu vísbendingum um að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (sjá 10 vísar hnattrænnar hlýnunar). Þegar komið er á hreint að Jörðin sé að hlýna, þá leiðir það af sér mikilvæga spurningu: Hvað er að valda þessari hnattrænu hlýnun

    Hér fyrir neðan er samantekt á mælanlegum vísbendingum sem svara þeirri spurningu. Margar mismunandi mælingar finna greinileg ummerki um þátt manna í loftslagsbreytingum: 

    10 vísar um mannlegan þátt hnattrænnar hlýnunar (af Skeptical Science).

    Til að skoða þetta nánar, þá eru hér fyrir neðan frekari upplýsingar um hvern vísir (ásamt tenglum í upprunalegu gögnin eða ritrýndar greinar):

    1. Menn eru að losa um 30 milljarða tonna af CO2 út í andrúmsloftið (CDIAC). Til að athuga hvort það sé tilviljun að á sama tíma sé styrkur CO2 að aukast í andrúmsloftinu, þá er rétt að skoða gögn sem sýna að styrkaukningin sé af völdum manna.
    2. Þegar mælt er hvaða samsætur kolefnis eru að safnast fyrir í andrúmsloftinu, þá sést að kolefni frá bruna jarðefnaeldsneytis er að aukast (Manning 2006).
    3. Að auki þá sýna mælingar á súrefni í andrúmsloftinu að styrkur þess er að falla, sem er í takt við það sem búast má við af bruna jarðefnaeldsneytis (Manning 2006).
    4. Önnur óhað gögn sem sýna að styrkaukning CO2 í andrúmsloftinu sé af völdum bruna jarðefnaeldsneytis má finna í mælingum á kolefni í kóröllum nokkra áratugi aftur í tíman. Þau gögn sýna snögga aukningu í kolefni sem kemur frá bruna jarðefnaeldsneytis (Pelejero 2005).
    5. Við vitum þar með að styrkaukning CO2 í andrúmsloftinu er af völdum manna. En hver eru áhrifin? Gervihnettir mæla minni varmageislun út í geim, á þeirri bylgjulengd sem CO2 gleypir hita. Þar með fást beinar rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á aukningu á gróðurhúsaáhrifum á Jörðu (Harries 2001, Griggs 2004, Chen 2007).
    6. Ef minni hiti sleppur út í geim, hvert fer hann? Aftur að yfirborði Jarðar. Mælingar við yfirborð Jarðar staðfesta það, en þær mæla aukningu í innrauðri geislun úr lofthjúpnum (Philipona 2004, Wang 2009). Nánari skoðun á þeirri geislun staðfestir meiri varmageislun á bylgjulengdum CO2, sem ætti í raun að eyða rökum efasemdamanna sem segja að ekki séu til mælingarniðurstöður sem sýna greinileg tengsl milli aukningu gróðurhúsalofttegunda og hnattrænnar hlýnunar (Evans 2006).
    7. Ef aukning gróðurhúsalofttegunda er að valda hnattrænni hlýnun, þá ættum við að sjá ákveðið munstur í hlýnuninni. T.d. þá ætti Jörðin að hlýna hraðar að nóttu en á daginn. Þau áhrif eru greinileg (Braganza 2004, Alexander 2006).
    8. Annað mynstur sem búast má við, við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda er kólnun í heiðhvolfinu. Það mynstur er einnig greinilegt (Jones 2003).
    9. Þegar veðraholfið hlýnar og heiðhvolfið kólnar, þá ættu mörk þeirra (veðrahvörf) að rísa sem afleiðing af hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Það hefur verið staðfest (Santer 2003).
    10. Hærra upp í lofthjúpnum er hitahvolfið. Búist er við að það muni kólna og þynnast sem afleiðing af auknum gróðurhúsaáhrifa. Það hefur verið staðfest með gervihnöttum (Lastoviska 2006).

    Vísindi eru ekki spilaborg, sem geta hrunið við minnsta rask sönnunargagna. Þau eru frekar eins og púsluspil. Því fleiri púsl sem bætast í safnið, því betri mynd fáum við af þeim þáttum sem hafa áhrif á loftslagið. Nú þegar vísa gögnin á eitt ákveðið svar – aðaldrifkraftur hlýnunar jarðar er aukning í styrk CO2 í andrúmsloftinu sem er af völdum losunar manna, að mestu við bruna jarðefnaeldsneytis.

    Ítarefni og tengdar færslur

    Þetta er að hluta til þýðing á færslu af Skeptical Science 10 Indicators of a Human Fingerprint on Climate Change, sjá einnig íslenska þýðingu

    Tengdar færslur á loftslag.is

  • Hvað er Cap and Trade ?

    Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

    Hvað er Cap and Trade?

    Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

    Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar kom þessi hugmynd eiginlega upp?

    Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.

    Kolefniskerfi Evrópusambandsins er nærri 7 ára um þessar mundir og hefur þegar gengið í gegnum tvo áfanga og verið er að semja um þriðja áfangann sem á að fara í gang 2013 (Buchan, 2009). Fyrsti  áfanginn var, eins og oft er haldið fram af  andstæðingum kerfisins, hrein hörmung. Stóru mistökin voru að leyfa stjórnvöldum landanna að úthluta kolefnisheimildum til fyrirtækja að eigin vild. Þetta gerði það m.a. að verkum að þeir sem losuðu mest gátu hagnast á þessu þar sem þeim var í einhverjum tilfellum úthlutað of mikið af heimildum; þeim var á þann hátt heimilað áframhaldandi losun og jafnframt möguleika á því að selja heimildir til að auka tekjurna. Annar áfangi kerfisins (’08-’12) lítur út fyrir að kerfið sé í meiri stöðugleika og mikið harðara ETS, að því marki að sumar þjóðir hafa farið í mál þar sem þær telja að það of strangt. Það er vonast til að 3. áfanginn verði hvorgi of strangur né of linur, heldur rétt stilltur.

    Samanburður á aðferðum

    Hvernig er kolefnisverslun í BNA? Hér að ofan er sagt frá hvernig kerfið með kolefnisheimildir virkar með notkun myndlíkingar með pizzu. Í grunninn, þá er talað um takmarkað magn sneiða (kolefnisheimilda) sem hægt er að skipta á milli fólks (fyrirtækja) og ef þeir þurfa meiri mat (orku), þá verður það að borga (skipta) fyrir það. Nú þegar hefur núverandi kolefnisheimildakerfi í Evrópusambandinu farið í gegnum 2 áfanga og sá 3. ætti að taka við árið 2013. “Cap and trade” kerfið í BNA skilaði mjög árangursríkum niðurstöðum.

    Kolefnis “cap and trade” varð í raun til í BNA, eins og fram hefur komið. Þetta byrjaði allt með áhyggjum af súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum. Áhyggjur af súru regni byrjaði fyrst um 1970 en framkvæmd “cap and trade” fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði ekki fyrr en 1990, um það bil 20 árum síðar (T.J. Glauthier, 2009). Síðan losunarheimildakerfið fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði, þá hefur losun brennisteinsdíoxíð dregist saman um 50%, og kostnaður hefur reynst um 50% af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir og verðin til notenda (end-users) hækkuðu aðeins um fá prósent. Ef við segjum að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi byrjað árið 1988, þá er líklegt í sögulegu samhengi að það fylgi svipuðu 20 ára ferli.

    Sérhver lausn hefur sína kosti og galla. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu og aðferðin gæti leitt til hækkandi orkuverðs og það er ekki víst að stjórnmálamenn um allan heim séu tilbúnir í þann pakka. En þrátt fyrir hugsanlegan kostnað, þá eru kostir “cap and trade” nokkrir. Án “cap and trade” er talið að eftirspurn eftir kolum muni aukast um 1,9% árlega til ársins 2030; með “cap and trade” er talið að eftirspurnin muni falla um 2,2% árlega (Spiegel & McArthur, 2009). Ef gert er ráð fyrir að verð kolefnisheimilda sé 30-40 dollarar á losunartonn kolefnis, þá myndi það hafa í för með sér að kostnaður við að reka 500 Megawatta orkuver hækkaði um 70%; við það verð myndu aðrir kostir svo sem CCS tækni eða fjárfesting í endurnýjanlegri orku verða raunverulegir kostir. Hvorutveggja eru góðir kostir fyrir loftslagið.

    Aðrir vinsælir kostir eru bein lagasetning og beinn skattur á kolefni. Báðir þessir kostir eru t.d. taldir ólíklegir í BNA þar sem bein lagasetning er nánast óhugsandi. Beinir skattar myndu hafa sömu áhrif og “cap and trade”, en það að leggja til hærri skatta í BNA er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er. Sumir telja því að “cap and trade” kolefnisheimilda kerfið sé í raun besta lausnin fyrir bæði BNA og ESB til að takast á við loftslagsbreytingar.

    Nú er spurningin hvað hægt er að kalla “cap and trade” á íslensku; ein tillaga er “þak og skipti”. Kæru lesendur við auglýsum eftir hugmyndum eða vangaveltum varðandi það í athugasemdir.

    Heimildir:

    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-Europe-In-US-Part-1
    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-US-In-Europe-Part-2

    Tengt efni:

  • Stop Funding Trade Wars, Start Investing in Climate Action

    Stop Funding Trade Wars, Start Investing in Climate Action

    When Trade Walls Cost More than Saving the Planet

    In 2025, the global economy is feeling the shockwaves of one of its most powerful players, the United States, ramping up tariffs on a wide range of imports. These protectionist measures are pitched as defending domestic industry, creating jobs, and reducing strategic dependency. But when you look at the numbers, a stark irony emerges: the world is now losing more every year to these tariffs than it is currently spending to fight climate change.

    The Global Price Tag of Tariffs

    Economists estimate that the new US tariffs have already cut world GDP by 0.4–0.5% annually — the equivalent of hundreds of billions, and potentially over a trillion dollars, in lost global output every year.

    The pain is uneven:

    • Canada has seen its economy shrink by more than 2% in some retaliation scenarios.
    • China and the US themselves are experiencing significant, sustained slowdowns.
    • Global trade volumes have contracted sharply, with certain industries seeing import and export declines of 12–31%.

    For the average US household, these tariffs translate into $2,100–2,400 in lost real income annually — mostly because of higher consumer prices and knock-on effects through the supply chain.

    One key driver of the global hit is that tariffs disrupt complex cross-border production systems, forcing companies to reroute supply chains, raise prices, or cut back output altogether. The result is a less efficient global economy — with lower productivity, higher costs, and weaker growth.

    Spending to Fight Climate Change: Still Small

    Against this backdrop, spending on climate mitigation and adaptation, the world’s insurance policy against runaway climate damage, looks modest.

    • Wealthy countries have pledged around 0.2–0.3% of GDP annually to climate action, mostly via international commitments and domestic programs.
    • Even including leading developing countries’ investments, total global climate-related spending rarely approaches 1% of GDP today.
    • The annual climate-finance target of $100 billion for developing countries is less than a tenth of the GDP hit from today’s tariffs.

    In pure budgetary terms, the tariff-induced cost to the global economy outweighs current spending to tackle the climate crisis.

    The Irony of Political Narratives

    For decades, one of the core arguments from political actors, particularly on the right, against aggressive climate policy has been that “it’s simply too expensive” and will harm growth.

    Yet, current US tariffs, touted for national economic advantage, are extracting a larger immediate toll from the world economy than our annual collective investment in a livable climate.

    The contradiction is striking:

    • Climate action spending: under 1% of GDP now, despite evidence it would avert damages worth 15–37% of global GDP by late century.
    • Tariff losses: already near 0.5% of GDP per year, with no long‑term economic benefit and potential lasting harm to innovation and competitiveness, particularly in green technology supply chains.

    Why This Matters for Climate Progress

    The intersection between trade policy and climate policy is not just about opportunity costs. Tariffs can directly slow climate progress by:

    • Increasing costs for renewable energy components (e.g., solar panels, EV batteries).
    • Delaying the deployment of clean technology because of disrupted supply chains.
    • Encouraging production shifts to countries with higher carbon intensity, negating local environmental gains.

    In effect, tariffs can be a double drain, hurting today’s economy and undermining tomorrow’s climate security.

    The Big Picture

    If the political will exists to absorb and justify GDP losses from tariffs, the same economic capacity should exist to scale up climate investments dramatically. The reality is that we are already “paying” in economic terms, but for policies with far less long-term return than serious climate action would bring.

    Key Takeaway

    Right now, the world is spending more, in lost economic potential, on trade conflict than it invests in ensuring its future climate stability. If these resources, political will, and tolerance for short-term economic sacrifice were redirected toward decarbonization, adaptation, and climate resilience, the return on investment would be both economically and environmentally transformative.

    Sources

    1. State of U.S. Tariffs: August 7, 2025 — Yale Budget Lab
      Analyzes real GDP and labor market effects of all US tariffs enacted in 2025, estimating persistent GDP losses and changes in employment, and tariff revenue impacts.
      https://budgetlab.yale.edu/research/state-us-tariffs-august-7-2025
    2. Where We Stand: The Fiscal, Economic and Distributional Effects of All US Tariffs Enacted 2025 — Yale Budget Lab
      Detailed modeling of short- and long-run effects on US GDP, price levels, and consumer losses, with global spillovers.
      https://budgetlab.yale.edu/research/where-we-stand-fiscal-economic-and-distributional-effects-all-us-tariffs-enacted-2025-through-april
    3. The Economic Effects of President Trump’s Tariffs — Penn Wharton Budget Model
      Projects long-run GDP and wage losses, tariff revenue projections, and compares tariffs’ economic impact to corporate tax changes.
      https://budgetmodel.wharton.upenn.edu/issues/2025/4/10/economic-effects-of-president-trumps-tariffs
    4. The Macroeconomic Effect of US Tariff Hikes — European Commission Economic Forecast (Spring 2025)
      Forecasts the negative impact of US tariffs on the US economy, highlighting GDP contraction and weaker demand.
      https://economy-finance.ec.europa.eu/economic-forecast-and-surveys/economic-forecasts/spring-2025-economic-forecast-moderate-growth-amid-global-economic-uncertainty/macroeconomic-effect-us-tariff-hikes_en
    5. The Global Economic Effects of Trump’s 2025 Tariffs — Peterson Institute for International Economics
      Examines sector-specific impacts on agriculture and manufacturing along with employment effects and price changes from tariffs.
      https://www.piie.com/publications/working-papers/2025/global-economic-effects-trumps-2025-tariffs
    6. BBC News: What tariffs has Trump announced and why? — Overview of tariff announcements and their economic implications.
      https://www.bbc.com/news/articles/cn93e12rypgo
  • Rúllustiginn uppfærður

    Rúllustiginn uppfærður

    Eitt af áhrifaríkustu línuritunum sem loftslagssíðan Skeptical Science hefur gert er kallað rúllustiginn (e. escalator). Rúllustiginn sýnir breytileika frávika á hnattrænu hitastigi og sýnir hvernig afneitunarsinnar sérvelja stutt tímabil í sinni viðleitni til að líta fram hjá hnattrænni hlýnun. Hins vegar er það nokkuð ljóst að þó alltaf megi búast við skammtíma breytileika í hitastigi, þá heldur hnattræn hlýnun af mannavöldum áfram þegar langtíma leitnin er skoðuð.

    Reglulega koma fram háværar raddir sem segja að hlýnunin sé hætt, oft í kjölfar óvenju heitra ára (líkt og 1998, en þá var El Nino óvenjulega sterkur), en þá er líkt og hlýnunin hætti tímabundið í nokkur ár. Það kemur svo að því að hlýnunin heldur ótrauð áfram eins og kenningin um hnattræna hlýnun af mannavöldum segir að muni gerast.

    Nú er búið að uppfæra þetta snilldar línurit út árið 2022, eins og sést hér að neðan. 

    Rúllustiginn uppfærður
    Gögnin sem notuð eru í þessu línuriti kemur frá Berkely Earth og sýnir frávik frá meðalhita 1850-1900.

    Heimildir:

    The escalator rises again
    Berkeley Earth.
    Escalator 2022

    Tengt efni á loftslag.is

    Loftslagsafneitun með hjálp línurita, fyrri hluti.
    Fimm einkenni loftslagsafneitunar
    Hjólastóllinn – ný heildarmynd
    Eru vísindamenn ekki sammála?

  • Af hverju sjást sjávarstöðubreytingar ekki?

    Af hverju sjást sjávarstöðubreytingar ekki?

    Í nýlegu myndbandi fer hinn eitursnjalli Potholer54 yfir enn eina mýtuna sem algeng er í loftslagsumræðunni.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Loftslagsútsaumur alþingismannsins

    Loftslagsútsaumur alþingismannsins

    Andrés Ingi Jónsson alþingismaður birti nýlega á Twitter síðunni sinni mynd af útsaumi sem hann gerði. Útsaumurinn vakti athygli loftslag.is og báðum við hann um að senda okkur myndina og útskýra hugmyndina. Hér má sjá útsauminn.

    Mynd: Andrés Ingi Jónsson, útsaumur af árlegu fráviki meðalhita Jarðar síðustu 140 árin

    Aðspurður þá sagðist hann hafa langað til að föndra eitthvað í páskafríinu og datt honum þá í hug að sauma út þetta frábæra súlurit frá NOAA, sem sem sýnir árleg frávik frá meðalhita Jarðar síðustu 140 árin. Enda er þetta ótrúlega skýr framsetning á áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Svo fannst honum handavinnan enn skemmtilegri en hann bjóst við og sagan sem súlurnar sýna svo spennandi að hann kláraði stykkið löngu fyrir páska! Hann þarf því að finna sér eitthvað annað til að dunda sér við yfir páskana.

    Okkur á loftslag.is finnst þetta mjög áhugavert og værum alveg til í að heyra ef fleiri frambjóðendur fyrir næstu alþingiskosningar vilja deila með okkur einhverjum hugleiðingum, listaverkum eða hverju öðru því sem tengist loftslagsmálunum, það gæti verið gaman að því.

    Færsla Andrésar Inga á Twitter.

  • Eldgos og losun gróðurhúsalofttegunda

    Eldgos og losun gróðurhúsalofttegunda

    Nú er staðan sú á Íslandi að eldgos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi (er jafnvel byrjað, ef af verður, þegar þú lest þetta lesandi góður). Af því tilefni er rétt að rifja upp ýmislegt varðandi eldgos og losun gróðurhúsalofttegunda almennt. Við höfum skrifað sitthvað um þetta hér á loftslag.is í gegnum tíðina þannig að þetta verður létt upprifjun á því efni.

    Við höfum áður fjallað um áhrif eldgosa á loftslagbreytingar til forna, en þar segir meðal annars:

    ,,Stór eldgos geta valdið snöggum breytingum í stuttan tíma og þá til kólnunar (ár eða nokkur ár), t.d. eldgosið í Mount Pinatubo árið 1991 sem lækkaði hitastig jarðar tímabundið um sirka 0,4°C . Þau tímabil í jarðsögunni þar sem eldvirkni hefur verið mun meiri en nú, hafa þó getað valdið töluverðri kólnun þann tíma. Þess lags eldvirkni verður þó einungis nokkrum sinnum á hverjum hundrað milljón árum og veldur gríðarlegum loftslagsbreytingum í milljónir ára með tilheyrandi útdauða lífvera. Eldfjöll gefa frá sér CO2 í nokkuð miklu magni en það er þó einungis 1/130 af því sem menn losa á ári eins og staðan er í dag.

    Það er því ljóst að losun eldfjalla í meðalári er miklu minni en sú losun sem er af mannavöldum á ári hverju, þó vissulega geti einstök eldgos verið mjög öflug. Það er fátt sem bendir til að hugsanlegt eldgos á Reykjanesi verði stórt í samanburði við önnur gos og ekki ætti að verða gosstrókur að ráði, þó það segi ekki beint til um magn koldíoxíðs sem kemur frá gosinu. Að meðaltali þá ná gos ekki að valda ójafnvægi í styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu frá ári til árs, enda losun af völdum eldgosa smávægilegur í samanburði við manngerða losun eins og áður segir. Stærri gos, eins og t.d. Pinatubo 1991, geta þó valdið skammtíma kólnun sem gengur svo til baka á 2-3 árum.

    Oft er það þrennt sem nefnt er sem ráðandi um áhrif eldvirkni á loftslag til skemmri tíma:

    • Eðli eldgossins. Því öflugra eldgos og því meiri sprengivirkni sem er því meiri kólnun. Það er þá sérstaklega ef það er ísúr eða súr gosefni sem hafa mest áhrif – en þá getur sprengivirknin valdið því að hin fínu gosefni nái hærra upp í lofthjúpinn og þá frekar upp í heiðhvolfið, en þar hafa þau langmest áhrif.
    • Framleiðsla brennisteinsdíoxíðs: Magn þess skiptir miklu máli til kólnunar, en áhrif til kólnunar er mest vegna endurkasts sólarljóss af völdum þess.
    • Staðsetning: Eldgos á hærri breiddargráðum dreifa öskunni og brennisteinsdíoxíðinu ekki eins vel og eldgos staðsett á lægri breiddargráðum. Því þarf gosið að verða því meira til að það hafi áhrif. Við miðbauginn þá dreifast þessi gosefni um um mun stærra svæði vegna háloftavinda til suðurs og norðurs og því meiri endurgeislun sólarljóss.

    Svo eru auðvitað mörg önnur efni í gosstróknum sem geta valdið staðbundnum áhrifum og verið hættuleg fólki og húsdýrum, en það er svo önnur saga.

    Samanburður við aðra þætti loftslags

    En getur minnkandi eldvirkni að einhverju leiti verið völd að þeirri hnattrænu hlýnun sem verið hefur undanfarna öld og áratugi?

    Eins og komið hefur fram, þá getur mikil eldvirkni í langan tíma, haft viðvarandi kólnun í för með sér og því réttmætt að velta þeim fleti upp. Ef skoðaðar eru rannsóknir þar sem metnir eru helstu áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar, þá kemur í ljós að breyting í eldvirkni skýrir alls ekki þá hitaukningu sem orðið hefur síðastliðna öld.

    Mynd: Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 100-150 ár, samkvæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Stott o.fl. 2010 (S10, grár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur).

    Hlýnun jarðar undanfarna öld er hvorki hægt að tengja við minnkandi eldvirkni, né aukningu á CO2 af völdum eldvirkni. Mannlegi þátturinn er ríkjandi og þá sérstaklega losun manna á CO2 út í andrúmsloftið við bruna jarðefnaeldsneytis. Það er þó ljóst að eldvirkni hefur áhrif á loftslag og geta mikil eldgos með mikilli eldvirkni kælt jörðina tímabundið – hvort slíkt eldgos kemur í dag eða eftir 50 eða 500 ár er óljóst, en yfirgnæfandi líkur eru þá á því að sú kólnun verði skammvinn.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Máttur Golfstraumsins og afleiðingar veikingar hans

    Máttur Golfstraumsins og afleiðingar veikingar hans

    Í þessum fróðlega fyrirlestri frá Earth101 talar Stefan Rahmstorf um mögulegar afleiðingar þess að Golfstraumurinn hægi á sér. Stefan færir rök fyrir því að veiking Golfstraumsins sé jafnvel hafin nú þegar. Stefan kom til landsins árið 2016 og hélt fyrirlesturinn á vegum Earth101. Á vef Earth101 má einnig finna marga aðra athyglisverða fyrirlestra sem fjalla um loftslagsmál, m.a. frá helstu sérfræðingum heims.

    Af vefsíðu Earth101:
    “Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.”

    Tengt efni á loftslag.is

  • Hið nýja loftslagsstríð

    Hið nýja loftslagsstríð

    Út er komin ný bók eftir loftslagsvísindamanninn Micheal Mann, sem heitir The New Climate War. Það gæti útlagst sem Hið nýja loftslagsstríð. Þessi bók var auðvitað strax útgefin sem hljóðbók og stafræn bók, til að minnka kolefnisfótspor við lestur hennar (eða hlustun), fyrir þau sem vilja. Sá sem þetta skrifar hlustaði á bókina af athygli og ætlar að lesa eða hlusta á hana aftur síðar.

    the new climate war
    Micheal Mann, höfundur The New Climate War

    Í þessari bók rekur Micheal Mann hvernig orystuplan olíuiðnaðarins hefur þróast í gegnum tíðina, fyrst undir áhrifum t.d. tóbaksiðnaðarins og þeirra aðferða, sem fólst meðal annars í því að draga úr trúnaði almennings við niðurstöður vísindamanna. Hann fer einnig yfir hvernig planið hefur breyst úr því að hreinlega afneita loftslagsbreytingum og yfir í að blekkja, afvegaleiða og tefja umræðuna (e. deception, distraction and delay).

    Mann hefur staðið vaktina í nokkra áratugi og hefur fengið að finna fyrir aðferðum talsmanna olíuiðnararins, en lengi vel var gert mikið úr því að draga í efa vísindaleg heilindi hans. Eftir að hann birti hið þekkta línurit hokkíkylfuna (e. hockey stick) varð hann sjálfkrafa skotmark þeirra sem afneituðu loftslagsbreytingum, enda varla hægt að fá skýrari mynd af þeim loftslagsbreytingum sem eru í gangi af mannavöldum.

    Hokkístafurinn hinn nýji (Mann og fleiri 2008). Hann sýnir hitastig síðustu 1800 ár. Rauða línan sínar beinar mælingar en ýmsar óbeinar mælingar (proxý) í ýmsum litum.

    Þessi öfl, sem áður stóðu fyrir hreinni afneitun sem fólst í því að halda því fram að það væru engar loftslagsbreytingar í gangi (þvert á niðurstöður vísindamanna) eða að þessar loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum (þvert á niðurstöður vísindamanna) eru nú meira í að telja fólki trú um að það sé orðið of seint eða of dýrt að gera nokkuð. Einnig eru notaðar aðferðir eins og að etja þá sem vilja draga úr loftslagsbreytingum upp á móti hvorum öðrum (t.d. með því að fólk rífist endalaust um hvað mengi mest og hvaða lausn sé best) eða að best sé kannski að bíða bara og sjá, betri og ódýrari lausnir verði til í framtíðinni og að efnahagslífið geti ekki tekist á við að minnka losun jarðefnaeldsneytis.

    Það er ekki hægt að segja nákvæmlega frá því í nokkrum setningum hvað sagt er í bókinni, en eitt af því sem kemur skýrt fram í bókinni er að olíuiðnaðurinn, eins og annar mengandi iðnaður, hefur varpað ábyrgðinni yfir á hendur einstaklinga að leysa vandamálið í stað þess að ábyrgðin sé þar sem vandamálið er, losun jarðefnaeldsneytis. Áhugavert er að heyra hvernig hægt er að tengja saman öfl sem hafa engan áhuga á slíkum lausnum og hvernig það tengist bandarískum stjórnmálum, rússneskum og yfir í miðausturlöndin.

    Micheal Mann lætur jafnvel þá sem ættu í raun að vera samherjar hans heyra það, líkt og þá sem telja að ástandið sé orðið það slæmt að ekki sé hægt að afstýra hörmungum – þær raddir séu akkúrat það sem þeir vilja heyra, þeir sem eru í því að blekkja, afvegaleiða og tefja umræðuna í stað þess að takast á við losun jarðefnaeldsneytis. Það á einnig við um þá sem vilja leysa vandamálið með jarðverkfræðilegum lausnum (e. geoengineering). Í raun væri langbesta lausnin sú að þrýsta á löggjöf sem myndi keyra orkunotkun frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.

    Bókin vekur mann til umhugsunar og styðst við góð rök, sem byggð eru á innsæi vísindamanns sem fylgst hefur með umræðunni og séð hana breytast á undanförnum áratugum.

    Bókina má finna til dæmis á Amazon, sjá The New Climate War

    Tengt efni á loftslag.is

  • Loftslagsmýtur græningjans

    Loftslagsmýtur græningjans

    Þó loftslagsmýtur séu á undanhaldi, þá geta þær birst á ýmsa vegu og jafnvel hjá því fólki sem vill raunverulega draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið. Það er einmitt oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað er satt og rétt í þessum efnum og því mjög hressandi að horfa á myndband þar sem loftslagsvísindamaðurinn Dr Adam Levy fer yfir nokkrar algengar loftslagsmýtur sem þvælast stundum fyrir í umræðunni.

  • Hlýjasti nóvember í sögu mælinga

    Hlýjasti nóvember í sögu mælinga

    Samkvæmt gögnum NASA GISS þá var s.l. nóvember sá hlýjasti í sögu mælinga. Nóvember mældist 1,13°C yfir viðmiðunarárin, 1951-1980. Ef hitafrávikið fyrir desember verður um 0,7°C eða hærra (samkvæmt lauslegum útreikningum okkar á loftslag.is) þá fellur hitametið fyrir árið, en hitametið er frá 2016 og var hitafrávikið fyrir árið þá 1,01°C. Síðast þegar hitafrávikið fyrir desember fór undir 0,7°C var árið 2013 þegar það var 0,69°C.

    Það bendir því ýmislegt til að hitafrávik ársins 2020 verði með allra hæsta móti og jafnvel gæti það mælst hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Yfirleitt eru hitamet slegin þegar El Nino ástand er í Kyrrahafinu, en það er ekki svo núna, þannig að það yrðu tiltölulega óvænt tíðindi að hitamet fyrir árið sé slegið þegar ekki er El Nino.

    Samkvæmt gögnum NOAA þá er árið í járnum og gæti endað á hvorn vegin sem er, sjá mynd.

    Heimildir:

    NASA – https://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata_v4/GLB.Ts+dSST.txt
    NOAA – https://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/202011

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Með aðgerðum þá má halda aftur af sjávarstöðubreytingum

    Með aðgerðum þá má halda aftur af sjávarstöðubreytingum

    Í þessu myndbandi þá ræða nokkrir vísindamenn um bráðnun jökulhvelsins á Suðurskautinu. Með því að takmarka hækkun hitastigs þá má hugsanlega halda aftur af sjávarstöðubreytingum, eða hvað? Fróðlegt myndband þar sem nokkrir vísindamenn velta fyrir sér sviðsmyndum framtíðarinnar varðandi sjávarstöðubreytingar og tengingu við bráðnun á jökla á Suðurskautinu.

    Þetta myndband er úr smiðju Peter Sinclair sem hefur gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.

    Tengt efni á loftslag.is